"Það er gaman að reikna og skrifa ef þú kannt að syngja og lifa"! Ingibjörg Ósk Sigurjónsdóttir skrifar 4. apríl 2008 10:52 Mér finnst eins og ég heyri þessar sögur alls staðar þessa dagana. Sögur af kennurum sem tala um að nú séu nýjar kynslóðir að mæta í framhaldsskólana og háskólana. Sögur af unglingum og hálf fullorðnu fólki sem er svo ólíkt þeim sem voru að koma í skólana fyrir 10-20 árum. Nýja tölvukynslóðin. Verandi kennaramenntuð móðir þá vekja þessar ólíku lýsingar alltaf með mér áhuga. Flestar sögurnar snúast um hversu dofnar og ósjálfstæðar þessar ungu manneskjur séu, þó að í einni frásögninni hafi skóli í Ameríku þar sem börnin læra einungis í gegnum tölvur frá 8 ára aldri verið lofsunginn. Þau kæmu úr honum svo ótrúlega fær og ynnu sig upp í háar stöður í samfélaginu, það hefðu kannanir leitt í ljós. Ég gat samt ekki gert að því að mér rann kalt vatn milli skins og hörunds að heyra þessar lýsingar á vinnuaðstöðu þessarra barna. Fróðlegt væri að vita hversu hamingjusamir eða fullnægðir þessir einstaklingar væru, eftir að skóla lauk. Nú er barnið mitt í Waldorfskóla. Samkvæmt mannspekikenningum Rudolf Steiners þá skiptir máli að við notum til jafns hugsun, tilfinningar og vilja. Handverk og önnur líkamleg vinna sýna okkur að við fáum ýmsu áorkað ef við notum krafta okkar til að framkvæma. Listir þroska tilfinningar okkar og sköpunargáfu og vitsmunalegur lærdómur eflir hugsun okkar og vit. Á meðan allir þessir þættir virka í okkur og við notum þessa eiginleika okkar erum við heil og í jafnvægi. Í Waldorfskólum er hlúð að öllum þessum þáttum. Líkamleg vinna, listræn og vitræn fög sem vefast saman í eina heild og höfða beint til barnsins. Máli skiptir að barnið sjálft sé virkur þátttakandi í sínu eigin námi, að það byrji og lifi í þeim sjálfum og verði þar með lifandi fyrir þeim alla ævina út. Svo dæmi séu tekin um vinnubrögð í Waldorfskólanum þá getur landafræðin verið kennd úti við, farið í göngur og ýmis kennileiti skoðuð, ferðast innanlands og utan er þau eldast. Stærðfræði yngri barna kennd með rytmískum hopp- og snertileikjum sem gefur tilfinningu fyrir mynstrinu sem býr í henni, beint inn í líkama og huga barnsins. Tálgað úti við, við bálið. Tilraunir og uppgötvanir í efnafræðinni. Matreitt fyrir skólafélagana, þrifið og gengið frá. Undirbúið fyrir hátíðir. Enskan sungin. Umhverfið fegrað með því að tyrfa og gróðursetja. Íslenskan, framsögn og túlkun þjálfuð í leikritagerð og sýningu. Svona mætti lengi telja. Námið alltaf tengt saman í fjölbreytta heild þar sem einstaklingurinn er í miðjunni. En skipta þessir þættir svona miklu máli? Skiptir einhverju stóru máli fyrir börnin okkar að nota skynfærin, hug og hönd svona mikið í skólanum? Þurfa börnin virkilega að tengjast skólavinnu sinni í gegnum allt þetta? Er ekki einfaldara að sitja við tölvuskerm og dæla upplýsingum inn í börnin, þau taka jú svo vel við ekki satt? Við kennum þeim aðferðirnar við að ná sér í efni og þau eru orðin virkilega flink á stuttum tíma. Þetta er nú einu sinni heimurinn sem þau lifa í, best að læra þetta allt strax! Verður nokkuð úr þeim ef við eyðum svona miklum tíma í að leyfa þeim að leika sér, læra í gegnum listir og út frá lifandi kennslu frá kennara til barns. Læra þau ekki hægar þannig? Þessar vangaveltur leiða mig að spurningunni: Hvað skiptir máli fyrir hina verðandi fullorðnu manneskju? Eru lítil og hálfstór börn kannski litlir fullorðnir einstaklingar? Hentar fyrir þau að vinna næstum því eingöngu vitsmunalega og óhlutbundið strax frá unga aldri? Hvað gerist innan í barni sem fær námið „gefins", tilsnyrt og formað í stöflum af tilbúnum vinnubókum sem fylla þarf inn í, eða af tölvuskjá? Hvernig geta þau lifað sig á sterkan og raunverulegan hátt í gegnum þannig vinnu? Hvaða þörf er þar fyrir þeirra eigin sköpunarkraft til að vera stór hluti af eigin námi? Að mínu mati skiptir þetta miklu máli. Ég vil að stúlkan mín upplifi sinn eigin sköpunarkraft og taki námið beint inn í hjartað. Ég er ekki að setja barnið mitt í skóla með þann eina tilgang að leiðarljósi að á endanum velji hún einhverja starfsgrein sem verður hennar lifibrauð. Ég vil að hún verði hamingjusöm, í tengslum við sjálfa sig og aðra. Ég vil að hún kunni að gleðjast og lifa, njóta lista og náttúrunnar. Ég vil ekki að doði færist yfir hana af því að hún hefur ekki fengið næg tækifæri til að læra með allri sjálfri sér. Ég vil ekki að hún upplifi námið ópersónulegt eða fjarlægt, eitthvað sem maður bara gerir en kemur manni sjálfum lítið við. Ég vil að hún venjist sjálfstæðum vinnubrögðum svo hún verði sjálfbjarga og geti valið ævistarfið út frá innri áhuga. Ég trúi því nefnilega að fái hún réttan grunn og góða æsku með sterkum upplifunum frá lifandi og áhugasömum kennurum, náttúrunni og sinni eigin lífsgleði og sköpunarkrafti, þá verði hún fær um að læra allt sem áhugi hennar stendur til og takast á við þau verkefni sem lífið færir henni með innri styrk. Þess vegna vernda ég hana frá tölvum og miklu sjónvarpsglápi...ennþá. Þess vegna valdi ég Waldorfskóla. Næstkomandi laugardag, þann 5. mars verður opið hús í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum og Waldorfleikskólanum Yl. Húsið verður opið frá kl. 13.00 til 17.00 Varðeldur og pinnabrauð ef veður leyfir, kaffisala. Sýnishorn af vinnu nemenda verða lögð fram, lifandi vinna verður á staðnum; málað, tálgað, formteikning o.fl. Höfundur er kennara- og myndlistarmenntuð. Starfar sem fóstra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst eins og ég heyri þessar sögur alls staðar þessa dagana. Sögur af kennurum sem tala um að nú séu nýjar kynslóðir að mæta í framhaldsskólana og háskólana. Sögur af unglingum og hálf fullorðnu fólki sem er svo ólíkt þeim sem voru að koma í skólana fyrir 10-20 árum. Nýja tölvukynslóðin. Verandi kennaramenntuð móðir þá vekja þessar ólíku lýsingar alltaf með mér áhuga. Flestar sögurnar snúast um hversu dofnar og ósjálfstæðar þessar ungu manneskjur séu, þó að í einni frásögninni hafi skóli í Ameríku þar sem börnin læra einungis í gegnum tölvur frá 8 ára aldri verið lofsunginn. Þau kæmu úr honum svo ótrúlega fær og ynnu sig upp í háar stöður í samfélaginu, það hefðu kannanir leitt í ljós. Ég gat samt ekki gert að því að mér rann kalt vatn milli skins og hörunds að heyra þessar lýsingar á vinnuaðstöðu þessarra barna. Fróðlegt væri að vita hversu hamingjusamir eða fullnægðir þessir einstaklingar væru, eftir að skóla lauk. Nú er barnið mitt í Waldorfskóla. Samkvæmt mannspekikenningum Rudolf Steiners þá skiptir máli að við notum til jafns hugsun, tilfinningar og vilja. Handverk og önnur líkamleg vinna sýna okkur að við fáum ýmsu áorkað ef við notum krafta okkar til að framkvæma. Listir þroska tilfinningar okkar og sköpunargáfu og vitsmunalegur lærdómur eflir hugsun okkar og vit. Á meðan allir þessir þættir virka í okkur og við notum þessa eiginleika okkar erum við heil og í jafnvægi. Í Waldorfskólum er hlúð að öllum þessum þáttum. Líkamleg vinna, listræn og vitræn fög sem vefast saman í eina heild og höfða beint til barnsins. Máli skiptir að barnið sjálft sé virkur þátttakandi í sínu eigin námi, að það byrji og lifi í þeim sjálfum og verði þar með lifandi fyrir þeim alla ævina út. Svo dæmi séu tekin um vinnubrögð í Waldorfskólanum þá getur landafræðin verið kennd úti við, farið í göngur og ýmis kennileiti skoðuð, ferðast innanlands og utan er þau eldast. Stærðfræði yngri barna kennd með rytmískum hopp- og snertileikjum sem gefur tilfinningu fyrir mynstrinu sem býr í henni, beint inn í líkama og huga barnsins. Tálgað úti við, við bálið. Tilraunir og uppgötvanir í efnafræðinni. Matreitt fyrir skólafélagana, þrifið og gengið frá. Undirbúið fyrir hátíðir. Enskan sungin. Umhverfið fegrað með því að tyrfa og gróðursetja. Íslenskan, framsögn og túlkun þjálfuð í leikritagerð og sýningu. Svona mætti lengi telja. Námið alltaf tengt saman í fjölbreytta heild þar sem einstaklingurinn er í miðjunni. En skipta þessir þættir svona miklu máli? Skiptir einhverju stóru máli fyrir börnin okkar að nota skynfærin, hug og hönd svona mikið í skólanum? Þurfa börnin virkilega að tengjast skólavinnu sinni í gegnum allt þetta? Er ekki einfaldara að sitja við tölvuskerm og dæla upplýsingum inn í börnin, þau taka jú svo vel við ekki satt? Við kennum þeim aðferðirnar við að ná sér í efni og þau eru orðin virkilega flink á stuttum tíma. Þetta er nú einu sinni heimurinn sem þau lifa í, best að læra þetta allt strax! Verður nokkuð úr þeim ef við eyðum svona miklum tíma í að leyfa þeim að leika sér, læra í gegnum listir og út frá lifandi kennslu frá kennara til barns. Læra þau ekki hægar þannig? Þessar vangaveltur leiða mig að spurningunni: Hvað skiptir máli fyrir hina verðandi fullorðnu manneskju? Eru lítil og hálfstór börn kannski litlir fullorðnir einstaklingar? Hentar fyrir þau að vinna næstum því eingöngu vitsmunalega og óhlutbundið strax frá unga aldri? Hvað gerist innan í barni sem fær námið „gefins", tilsnyrt og formað í stöflum af tilbúnum vinnubókum sem fylla þarf inn í, eða af tölvuskjá? Hvernig geta þau lifað sig á sterkan og raunverulegan hátt í gegnum þannig vinnu? Hvaða þörf er þar fyrir þeirra eigin sköpunarkraft til að vera stór hluti af eigin námi? Að mínu mati skiptir þetta miklu máli. Ég vil að stúlkan mín upplifi sinn eigin sköpunarkraft og taki námið beint inn í hjartað. Ég er ekki að setja barnið mitt í skóla með þann eina tilgang að leiðarljósi að á endanum velji hún einhverja starfsgrein sem verður hennar lifibrauð. Ég vil að hún verði hamingjusöm, í tengslum við sjálfa sig og aðra. Ég vil að hún kunni að gleðjast og lifa, njóta lista og náttúrunnar. Ég vil ekki að doði færist yfir hana af því að hún hefur ekki fengið næg tækifæri til að læra með allri sjálfri sér. Ég vil ekki að hún upplifi námið ópersónulegt eða fjarlægt, eitthvað sem maður bara gerir en kemur manni sjálfum lítið við. Ég vil að hún venjist sjálfstæðum vinnubrögðum svo hún verði sjálfbjarga og geti valið ævistarfið út frá innri áhuga. Ég trúi því nefnilega að fái hún réttan grunn og góða æsku með sterkum upplifunum frá lifandi og áhugasömum kennurum, náttúrunni og sinni eigin lífsgleði og sköpunarkrafti, þá verði hún fær um að læra allt sem áhugi hennar stendur til og takast á við þau verkefni sem lífið færir henni með innri styrk. Þess vegna vernda ég hana frá tölvum og miklu sjónvarpsglápi...ennþá. Þess vegna valdi ég Waldorfskóla. Næstkomandi laugardag, þann 5. mars verður opið hús í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum og Waldorfleikskólanum Yl. Húsið verður opið frá kl. 13.00 til 17.00 Varðeldur og pinnabrauð ef veður leyfir, kaffisala. Sýnishorn af vinnu nemenda verða lögð fram, lifandi vinna verður á staðnum; málað, tálgað, formteikning o.fl. Höfundur er kennara- og myndlistarmenntuð. Starfar sem fóstra.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun