Viðskipti innlent

Greining Landsbankans spáir 10-13% verðbólgu

Greining Landsbankans spáir því að verðbólga fari hæst í ríflega 10% í sumar, að því gefnu að veiking krónunnar gangi að hluta til baka. Haldist krónan áfram veik má reikna með að verðbólgan fari í 13%.

Gangi þessi spá eftir mun þetta verða hæsta verðbólga á landinu undanfarin 18 ár.

Greining Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga frá upphafi til loka þessa árs verði 8,4%. Gangi spáin eftir næst verðbólgumarkmið um mitt ár 2009 en í kjölfarið fer verðbólga þó tímabundið hækkandi á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×