Viðskipti innlent

Flaga tekur hástökk í Kauphöllinni

Tólf félög hafa hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Flaga Group hefur hækkað langmest allra félaga eða um 27,40% og Atlantic Airways um 2,19%. Nýherji hefur lækkað mest eða um 4,78%.

Exista hefur einnig verið á uppleið í dag og hefur hækkað um 2,10% og Kaupþing um 1,32%.

Teymi lækkaði næstmest allra félaga eða um 4,06% og Færeyski bankinn um 1,38%.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað í dag um 0,78% og stendur nú í tæpum 5.263 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×