Viðskipti innlent

Niðurstaða um evrubókhald á þessu ári

New York og Björgvin Guðmundsson skrifa
Geir H Haarde
Geir H Haarde

Geir Haarde forsætisráððherra sagði að það yrði ljóst á þessu reikningsári hvort og þá hvernig íslensku bankarnir gætu gert upp bókhald sitt í evru. Hann sagði að nú þegar gerðu 219 íslensk fyrirtæki upp í erlendri mynt. Um það bil helmingur noti bandaríkjadal, einn þriðji fyrirtækja noti evrur og tíu prósent bresk pund.

Forsætisráðherra sagði fyrirtæki hafa svigrúm til að gera upp í annarri mynt svo lengi sem það væri samkvæmt reglum um alþjóðlega reikningsskilastaðla. Stjórnvöld legðu ekki stein í götu þeirra sem vildu fara þessa leið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hver niðurstaðan yrði varðandi bankana.

Geir fékk einnig fyrirspurn um afstöðu hans til Evrópusambandsins og upptöku evrunnar sem gjaldmiðils. Hann sagði það ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Flokkarnir hefðu vissulega ólíka sýn í þessum málaflokki en þetta væri sú málamiðlun sem sæst hefði verið á.

Hann sagði einhliða upptöku evru ekki mögulega. Ekki væri hægt að stytta sér leið í þessum efnum. Þó einhliða upptaka evru væri fræðilega möguleg væri andstaða við það innan Evrópusambandins. Þeir sem töluðu af ábyrgð töldu þessa leið því ekki fýsilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×