Innlent

Búast við 150 umsóknum um aðstoð fyrir páskana

Ásgerður Jóna Flosadóttir er einn af forystumönnum Fjölskylduhjálparinnar.
Ásgerður Jóna Flosadóttir er einn af forystumönnum Fjölskylduhjálparinnar.

Áttatíu fjölskyldur hafa þegar sótt um aðstoð fyrir páskana hjá Fjölskylduhjálp Íslands að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir einnig að félagið geri ráð fyrir að 150 fjölskyldur leiti sér aðstoðar þar og hyggst félagið kaupa 150 lambahryggi til að geta aðstoðað illa stadda.

Vonast Fjölskylduhjálpin til að landsmenn styðji við bakið á starfinu en tekið er á móti matvælum alla miðvikudaga frá kl. 13 til 17. Þeim sem geta stutt starfið með fjárframlögum er bent á reikning Fjölskylduhjálpar Ísland í Landsbankanum 101-26-66090, kt. 660903-2590. Matvælum verður svo úthlutað 19. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×