Erlent

Tók samviskuna fram yfir eigin hag

Atvinnulaus byggingaverkamaður í Þýskalandi hefur ratað á forsíður blaða þar í landi eftir að greint var frá því að hann hefði fundið mikið fé og afhent það yfirvöldum.

Thomas Liedtke var að hjóla á vegi nærri Ermstedt á dögunum þegar hann kom auga á brúnt umslag. Í því reyndust var 16 þúsund evrur í seðlum, jafnvirði um 2,5 milljóna króna, ásamt skartgripum. Liedtke segir við þýska blaðið Bild að peningarnir hefðu breytt miklu fyrir hann enda á hann fatlaðan son og berst í bökkum. Samviska hans hafi hins vegar sagt honum að afhenda yfirvöldum féð. Ekki liggur fyrir hver á peningana en lögregla rannsakar það nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×