Viðskipti innlent

Pálmi segir kraftaverk að náðst hafi hagnaður hjá Sterling

Pálmi Haraldsson, einn af stærstu eigendum Sterling-,flugfélagsins, segir það ganga kraftaverki næsta að tekist hafi að ná hagnaði í rekstri félagsins á síðasta ári.

Viðskiptablaðið Börsen fjallaði um Sterling um helgina og þar kom m.a. fram í spjalli við Pálma að reiknað væri með jákvæðri afkomu eftir árið í fyrra en hann vildi ekki nefna tölur. Þá skrifaði blaðið einnig að áætlanir væru uppi um að skrá félagið á markað.

„Það er rétt að við erum með áform um að skrá Sterling á markað," segir Pálmi Haraldsson í samtali við Vísi. „Það yrði þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári sem slíkt verður gert."

Þetta er í fyrsta sinn síðan Sterling sameinaðist Mærsk Air fyrir þremur árum að hagnaður næst í rekstrinum. Og það þótt miklar olíuverðhækkanir á síðasta ári hafi sett verulega strik í reikninginn. Að sögn Börsen munu þær hækkanir hafa kostað Sterling hátt í tvo milljarða króna í aukinn rekstrarkostnað á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×