Viðskipti innlent

Jón Karl fékk 60 milljónir í starfslokasamning

Jón Karl Ólafsson var leystur út frá Icelandair með 60 milljóna króna starfslokasamningi.
Jón Karl Ólafsson var leystur út frá Icelandair með 60 milljóna króna starfslokasamningi.

Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, fékk 60 milljónir í starfslokasamning frá félaginu eftir því sem fram kemur í ársskýrslu fyrir árið 2007 sem birt var á fimmtudag.

Jón Karl, sem hætti störfum um miðjan desembermánuð, fékk auk þess 34 milljónir í laun frá félaginu. Hann hefur verið ráðinn forstjóri JetX - Primera Air eins og greint var frá á Vísi fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×