Viðskipti innlent

Viðar verður fjármálastjóri FL Group

Viðar Þorkelsson mun taka við fjármálasviði FL Group.
Viðar Þorkelsson mun taka við fjármálasviði FL Group.

Viðar Þorkelsson, núverandi fjármálastjóri 365, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs FL Group í stað Sveinbjörns Indriðasonar sem er hættur eins og Vísir greindi fyrst frá í dag.

Jafnframt kom fram í tilkynningunni að Júlíus Þorfinnsson muni veita samskiptasviði FL Group forstöðu en eins og Vísir greindi frá í dag þá mun Halldór Kristmannsson, forstöðumaður samskiptaviðs einnig hætta störfum.

Í fréttatilkynningu frá 365 kemur fram að Viðr muni láta af störfum 15. mars næstkomandi. Jafnframt er þess getið að ekki hafi verið ráðið í stöðu Viðars.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×