Viðskipti innlent

Hagnaður Íbúðalánasjóðs um 2,5 milljarðar

Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. MYND/E.Ól

Hagnaður af rekstri Íbúðalánasjóðs í fyrra nam rúmum 2,5 milljörðum samkvæmt ársreikningi sem birtur er á vef Kauphallar Íslands. Það er 250 milljónum króna lakari afkoma en árið 2006.

Þetta er í fyrsta sinn sem reikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Útlán sjóðsins námu 467 milljörðum króna við lok síðasta árs og jukustu um rúma 60 milljarða króna í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×