Viðskipti innlent

Nýr fjármálastjóri Iceland Travel

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson.

Ólafur Ólafsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Iceland Travel. Ólafur er með MBA próf í stjórnun og fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað hjá greiningardeild Kaupþing banka undanfarin tvö ár.

Ólafur er með PhD gráðu í sameindalíffræði frá Umeå University í Svíþjóð. Hann starfaði frá 1998 - 2003 hjá Íslenskri Erfðagreiningu sem forstöðumaður raðgreiningardeildar.

Ólafur hefur komið að ýmsum störfum við uppbyggingu og hugmyndavinnu í ferðageiranum gegnum árin og vann með námi ýmis þjónustustörf við erlenda ferðamenn á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×