Raunhæft að sameina Landsbankann og Straum 22. janúar 2008 11:25 Í þeirri stöðu sem komin er upp á fjármálamarkaðinum búast menn við samruna eða sameiningu félaga í einhverjum mæli. Raunhæft er til dæmis að sameina Landsbankann og Straum-Burðarás vegna eignatengsla að mati Jafets Ólafssonar sérfræðings í fjármálum. Jafet nefnir einnig að það sé raunhæfur möguleiki í stöðunni að sameina SPRON og Kaupþing. Þar koma eignatengsl einnig við sögu en nefna má að SPRON á stóran hlut í Exista sem aftur á stóran hlut í Kaupþingi. „Að öðru leyti má almennt segja sér að sennilega verður haldið áfram að sameina sparisjóðina á landinu," segir Jafet og bætir við að vart sé um fleiri möguleika að ræða hvað málið almennt varðar. „Það eru ekki svo mörg félög eftir í kauphöllinni þar sem sameining eða samruni er raunhæfur möguleiki," segir hann. Efnahagsumhverfi fyrirtækja á þessu ári mun kalla á hagræðingu, aðhald, samruna og sameiningar líkt og fram kemur í nýrri afkomuspá greiningar Glitnis. Skortur og hátt verð á fjármagni gerir arðsemiskröfuna hærri. Samdráttur í eftirspurn sem og í fjárfestingu og stórum hluta neyslunnar knýr einnig á um niðurskurð og hagræðingu. Að sögn greiningar Glitnis mun þetta verða sýnilegt í ýmsum geirum hagkerfisins. Búast má við samdrætti í fjárfestingum atvinnuveganna og í íbúðabyggingum. Þá mun þetta einnig vera sýnilegt í þeirri starfsemi sem tengist ýmsum neyslutengdum innflutningi, t.d. á bílum. Í fjármálastarfsemi er líklegt að hræringa verði vart en hluta af því má rekja til þeirra þróunar sem orðið hefur á undanförnum árum þar sem smærri einingar hafa verið að gefa eftir fyrir stærri. Má þar nefna sameiningar innan sparisjóðakerfisins. Þessi þróun mun eflaust halda áfram á árinu og jafnvel með auknum hraða vegna efnahagsástandsins. Þessu til viðbótar má reikna með því að sameiningar og samrunar verði nokkrir hjá verðbréfafyrirtækjum og þá sérstaklega þeim sem minni eru, að því er segir í afkomuspánni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í þeirri stöðu sem komin er upp á fjármálamarkaðinum búast menn við samruna eða sameiningu félaga í einhverjum mæli. Raunhæft er til dæmis að sameina Landsbankann og Straum-Burðarás vegna eignatengsla að mati Jafets Ólafssonar sérfræðings í fjármálum. Jafet nefnir einnig að það sé raunhæfur möguleiki í stöðunni að sameina SPRON og Kaupþing. Þar koma eignatengsl einnig við sögu en nefna má að SPRON á stóran hlut í Exista sem aftur á stóran hlut í Kaupþingi. „Að öðru leyti má almennt segja sér að sennilega verður haldið áfram að sameina sparisjóðina á landinu," segir Jafet og bætir við að vart sé um fleiri möguleika að ræða hvað málið almennt varðar. „Það eru ekki svo mörg félög eftir í kauphöllinni þar sem sameining eða samruni er raunhæfur möguleiki," segir hann. Efnahagsumhverfi fyrirtækja á þessu ári mun kalla á hagræðingu, aðhald, samruna og sameiningar líkt og fram kemur í nýrri afkomuspá greiningar Glitnis. Skortur og hátt verð á fjármagni gerir arðsemiskröfuna hærri. Samdráttur í eftirspurn sem og í fjárfestingu og stórum hluta neyslunnar knýr einnig á um niðurskurð og hagræðingu. Að sögn greiningar Glitnis mun þetta verða sýnilegt í ýmsum geirum hagkerfisins. Búast má við samdrætti í fjárfestingum atvinnuveganna og í íbúðabyggingum. Þá mun þetta einnig vera sýnilegt í þeirri starfsemi sem tengist ýmsum neyslutengdum innflutningi, t.d. á bílum. Í fjármálastarfsemi er líklegt að hræringa verði vart en hluta af því má rekja til þeirra þróunar sem orðið hefur á undanförnum árum þar sem smærri einingar hafa verið að gefa eftir fyrir stærri. Má þar nefna sameiningar innan sparisjóðakerfisins. Þessi þróun mun eflaust halda áfram á árinu og jafnvel með auknum hraða vegna efnahagsástandsins. Þessu til viðbótar má reikna með því að sameiningar og samrunar verði nokkrir hjá verðbréfafyrirtækjum og þá sérstaklega þeim sem minni eru, að því er segir í afkomuspánni
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira