Viðskipti innlent

Spá slaka á atvinnumarkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk að störfum.
Fólk að störfum. Mynd/ Anton Brink

Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að síðar á þessu ári sjáist merki um slaka á vinnumarkaði. Töluverður fjöldi erlendra starfsmanna hafi þegar horfð frá Austurlandi eða sé á förum þar sem framkvæmdum vegna stóriðjuuppbyggingar þar er í þann mund að ljúka. Þá er gert ráð fyrir að almennt dragi úr fjárfestingu atvinnuveganna sem einnig muni hafa áhrif á vinnumarkaðinn í ár.

Atvinnuleysi á síðasta fjórðungi ársins 2007 var 1,9%. Þar af var ríflega helmingur sem hafði leitað atvinnu í mánuð eða skemur og 13,5% höfðu fengið vinnu sem hæfist síðar. „Aðeins 8,5% höfðu leitað vinnu í hálft ár eða lengur. Á 4. fjórðungi 2006 mældist atvinnuleysi 3% og því hefur atvinnuleysi minnkað töluvert frá fyrra ári. Sú var reyndar raunin á öllum fjórðungum ársins 2007 nema að 3. fjórðungi undanskildum en atvinnuleysi þá mældist meira en á 3. fjórðungi 2006," segir í Morgunkorni Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×