Viðskipti innlent

Segir Baug hreinsa til svo einingarnar verði seljanlegri

Vilhjálmur Bjarnason er aðjúnkt við HÍ.
Vilhjálmur Bjarnason er aðjúnkt við HÍ. Mynd/ Rósa

Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að með tilfærslum á eignum Baugs yfir til tveggja tengdra félaga sé fyrst og fremst verið að reyna að hreinsa til hjá félaginu. „Mér sýnist að verið sé að færa úr einum vasanum yfir í annan til þess að gera einingarnar seljanlegri," segir Vilhjálmur.

Eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær og í fyrradag hefur Baugur gert samkomulag um sölu á fjárfestingum sínum í fjölmiðlum, tækni og til Stoða Invest og Styrks Invest. Þessi viðskipti nema um 65 milljörðum íslenskra króna.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×