Moody´s segir Ísland standast vel allan samanburð 9. apríl 2008 09:19 Í dag gaf alþjóðalega matsfyrirtækið Moody's út tilkynningu um lánshæfi íslenska ríkisins. Seðlabankinn hefur þýtt hana lauslega og fylgir hún hér að neðan. Í ársskýrslu sinni um Ísland segir matsfyrirtækið Moody's að landið standist mjög vel samanburð við önnur ríki sem hafa lánshæfiseinkunnirnar Aaa og Aa á marga mikilvæga mælikvarða sem notaðir eru til að meta lánshæfi, bæði talnalega og eigindlega (e. quantitative and qualitative). „Ísland kemur betur út í ýmsum samanburði, meðal annars eru skuldir hins opinbera lágar, tekjur á mann háar, hagkerfið er sveigjanlegt og þjóðin tiltölulega ung og lífeyrissjóðakerfið öflugt", segir Joan Feldbaum-Vidra sérfræðingur og skýrsluhöfundur Moody's sem lýsir erfiðum þjóðahags- og fjármálalegum aðstæðum sem landið stendur nú frammi fyrir eftir margra ára ofþenslu. „Efnahagskerfið stefnir í erfiða lendingu sem gæti leitt til neikvæðs hagvaxtar í nokkra ársfjórðunga", segir sérfræðingurinn. „Þetta og önnur áhyggjuefni hafa leitt til fordæmalauss vaxtaálags á íslenskar skuldir". Þar sem aðstæður hafa versnað sýnilega (e. objectively) og áhætta aukist gætu íslensk stjórnvöld þurft að finna leiðir, líkt og mörg önnur lönd, til að styðja við fjármálakerfið", segir Feldbaum-Vidra. „Við teljum að núverandi vaxtaálag (e. spread) ýki lánaáhættuna mjög mikið". Fram kemur í máli sérfræðingsins að hagkerfið hafi sýnt sérstaklega sveigjanleg viðbrögð við skyndilegum breytingum (e. shocks) og að matsfyrirtækið sjái ekki fyrir áfall sem myndi raska greiðslugetu stjórnvalda. Skýrslan vísar til mikillar erlendrar skuldaaukningar bankakerfisins á því ofþenslutímabili sem nýlega er liðið. „Mest hefur farið í fjárfestingar erlendis eða til íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum", segir Feldbaum-Vidra. „Áhyggjuefni okkar er að þessar óbeinu skuldbindingar í erlendum gjaldmiðlum reyni á getu stjórnvalda sem lánveitanda til þrautavara á þann veg að það samrýmist ekki lánshæfiseinkunninni Aaa" „Þetta áhyggjuefni olli því að horfum var breytt á Aaa lánshæfiseinkunn Íslands í neikvæðar úr stöðugum í mars. Feldbaum-Vidra var höfundur sérstakar skýrslu (e. Special Comment) er bar heitið „Aaa lánshæfiseinkunn Íslands á krossgötum" í janúar 2008, þar sem fram kom álit Moody's á meginþáttunum að baki lánshæfismati Íslands. Sérfræðingurinn segir að „krossgötuskýrslan" og síðari skýrsla sem fjallar um björgun banka af hálfu stjórnvalda með lánshæfiseinkunnina Aaa skýri mat greiningardeildar Moody's á ströngum skilyrðum þess að ríki haldi Aaa lánshæfiseinkunn. Sérfræðingurinn segir að á næstu mánuðum verði birtur flokkur greiningarskýrslna um þetta og tengt efni. Þegar vísað er til hraðs vaxtar erlendra skulda og mikils útlánavaxtar segir sérfræðingurinn: „Kannski endurspeglar þetta of mikla bjartsýni um framtíðarhorfur um hagnað af hálfu bankanna og það hefur gert landið berskjaldaðra fyrir fjármálalegum óstöðugleika. Sem þróað hagkerfi og Norðurlandaþjóð, eru stjórnvöld vel undir það búin að fást við erfiðleika sem gætu komið úr þessari átt eða annars staðar úr hagkerfinu." Sérfræðingurinn sagði að nýlegar aðgerðir Seðlabanka Íslands hjálpuðu til við að lina erfið fjármögnunarskilyrði sem bankarnir sæta um þessar mundir. Þá myndi slakari ríkisfjármálastefna milda áhrifin af harðri lendingu hagkerfisins. Feldbaum-Vidra benti á að opinber fjárfestingarverkefni sem frestað hafði verið vegna ofþenslu væru nú að hefjast. Moody's skýrslan „Iceland: 2008 Credit Analysis" felur í sér árlega endurnýjun upplýsinga til markaðarins en ekki ákvörðun um lánshæfismat. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Í dag gaf alþjóðalega matsfyrirtækið Moody's út tilkynningu um lánshæfi íslenska ríkisins. Seðlabankinn hefur þýtt hana lauslega og fylgir hún hér að neðan. Í ársskýrslu sinni um Ísland segir matsfyrirtækið Moody's að landið standist mjög vel samanburð við önnur ríki sem hafa lánshæfiseinkunnirnar Aaa og Aa á marga mikilvæga mælikvarða sem notaðir eru til að meta lánshæfi, bæði talnalega og eigindlega (e. quantitative and qualitative). „Ísland kemur betur út í ýmsum samanburði, meðal annars eru skuldir hins opinbera lágar, tekjur á mann háar, hagkerfið er sveigjanlegt og þjóðin tiltölulega ung og lífeyrissjóðakerfið öflugt", segir Joan Feldbaum-Vidra sérfræðingur og skýrsluhöfundur Moody's sem lýsir erfiðum þjóðahags- og fjármálalegum aðstæðum sem landið stendur nú frammi fyrir eftir margra ára ofþenslu. „Efnahagskerfið stefnir í erfiða lendingu sem gæti leitt til neikvæðs hagvaxtar í nokkra ársfjórðunga", segir sérfræðingurinn. „Þetta og önnur áhyggjuefni hafa leitt til fordæmalauss vaxtaálags á íslenskar skuldir". Þar sem aðstæður hafa versnað sýnilega (e. objectively) og áhætta aukist gætu íslensk stjórnvöld þurft að finna leiðir, líkt og mörg önnur lönd, til að styðja við fjármálakerfið", segir Feldbaum-Vidra. „Við teljum að núverandi vaxtaálag (e. spread) ýki lánaáhættuna mjög mikið". Fram kemur í máli sérfræðingsins að hagkerfið hafi sýnt sérstaklega sveigjanleg viðbrögð við skyndilegum breytingum (e. shocks) og að matsfyrirtækið sjái ekki fyrir áfall sem myndi raska greiðslugetu stjórnvalda. Skýrslan vísar til mikillar erlendrar skuldaaukningar bankakerfisins á því ofþenslutímabili sem nýlega er liðið. „Mest hefur farið í fjárfestingar erlendis eða til íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum", segir Feldbaum-Vidra. „Áhyggjuefni okkar er að þessar óbeinu skuldbindingar í erlendum gjaldmiðlum reyni á getu stjórnvalda sem lánveitanda til þrautavara á þann veg að það samrýmist ekki lánshæfiseinkunninni Aaa" „Þetta áhyggjuefni olli því að horfum var breytt á Aaa lánshæfiseinkunn Íslands í neikvæðar úr stöðugum í mars. Feldbaum-Vidra var höfundur sérstakar skýrslu (e. Special Comment) er bar heitið „Aaa lánshæfiseinkunn Íslands á krossgötum" í janúar 2008, þar sem fram kom álit Moody's á meginþáttunum að baki lánshæfismati Íslands. Sérfræðingurinn segir að „krossgötuskýrslan" og síðari skýrsla sem fjallar um björgun banka af hálfu stjórnvalda með lánshæfiseinkunnina Aaa skýri mat greiningardeildar Moody's á ströngum skilyrðum þess að ríki haldi Aaa lánshæfiseinkunn. Sérfræðingurinn segir að á næstu mánuðum verði birtur flokkur greiningarskýrslna um þetta og tengt efni. Þegar vísað er til hraðs vaxtar erlendra skulda og mikils útlánavaxtar segir sérfræðingurinn: „Kannski endurspeglar þetta of mikla bjartsýni um framtíðarhorfur um hagnað af hálfu bankanna og það hefur gert landið berskjaldaðra fyrir fjármálalegum óstöðugleika. Sem þróað hagkerfi og Norðurlandaþjóð, eru stjórnvöld vel undir það búin að fást við erfiðleika sem gætu komið úr þessari átt eða annars staðar úr hagkerfinu." Sérfræðingurinn sagði að nýlegar aðgerðir Seðlabanka Íslands hjálpuðu til við að lina erfið fjármögnunarskilyrði sem bankarnir sæta um þessar mundir. Þá myndi slakari ríkisfjármálastefna milda áhrifin af harðri lendingu hagkerfisins. Feldbaum-Vidra benti á að opinber fjárfestingarverkefni sem frestað hafði verið vegna ofþenslu væru nú að hefjast. Moody's skýrslan „Iceland: 2008 Credit Analysis" felur í sér árlega endurnýjun upplýsinga til markaðarins en ekki ákvörðun um lánshæfismat.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira