Erlent

Forsætisráðherra Dana vill mikla skatta á eldsneyti

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana.

„Hátt eldsneytisverð á að hvetja fólk til þess að þróa nýja orkugjafa og gera það minna háð olíu," segir Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í viðtali sem birtist í The New York Times í gær. Ráðherrann segir í samtali við blaðið að hann telji rangt að lækka opinberar álögur á eldsneyti. Miklu eðlilegra væri að hækka bensínskatta og lækka tekjuskatt. Þannig megi hvetja fólk til að vinna meira, spara orku og jafnframt reyna að þróa nýja orkugjafa fyrir framtíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×