Sakar oddvita A-lista um ósannindi 27. apríl 2008 19:01 Grímur Atlason fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík. Grímur Atlason fráfarandi bæjarstjóri í Bolungarvík hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar A-listans sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar sakar Grímur Önnu Guðrúnu Edvardsdóttur oddvita A-listans um ósannindi sem hann segir ekki koma á óvart. Meirihlutasamstarf A-lista og K-lista sprakk fyrir helgi og nú er A-listinn búinn að mynda meirihlutasamstarf með D-lista. Grímur Atlason verður ekki áfram bæjarstjóri heldur oddviti D-listans. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Gríms. "Vegna yfirlýsingar a-listans í Bolungarvík um meintan alvarlegan trúnaðarbrest í bæjarstjórn Bolungarvíkur vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Yfirlýsing a-listans er ótrúleg samsuða af rangfærslum þar sem sannleikurinn er togaður og beygður að þörfum þeirra sem eiga vondan málstað að verja. Hér er um söguskoðun að ræða sem stenst ekki nánari skoðun. Pólitískt kjörnir fulltrúar munu án efa tjá sig frekar um þessa yfirlýsingu en ég sé mig knúinn til þess að leiðrétta hrein og klár ósannindi um efni og tilefni fundar sem oddviti a-listans átti með undirrituðum fyrir tæpum tveimur vikum. Í yfirlýsingu a-listans segir: Þegar fráfarandi bæjarstjóri gaf út yfirlýsingu varðandi staðsetningu Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Flateyri átti forseti bæjarstjórnar (oddviti A-listans) fund með bæjarstjóra og lýsti óánægju sinni með viðbrögð bæjarstjóra. Sú yfirlýsing bæjarstjóra endurspeglaði ekki skoðun meirihluta bæjarstjórnar í því máli enda hafði bæjarstjórn ekki ályktað um málið. Þegar svo oddviti K- lista og jafnframt formaður bæjarráðs ber blak af bæjarstjóra á opinberum vettvangi þrátt fyrir að oddviti A - listans hefði sett ofan í við hann, keyrir um þverbak. Hér verður alvarlegur trúnaðarbrestur milli aðila. Anna Guðrún Edvardsdóttir oddviti a-listans átti engan fund með undirrituðum þar sem yfirlýsing undirritaðs um staðsetningu Innheimtustofnunar sveitarfélaga bar á góma. Hún átti vissulega með mér fund en erindið var allt annað. Við ræddum ekkert um Flateyri eða Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að halda öðru fram eru ósannindi sem kemur svo sem ekki á óvart þegar litið er á þau þau makalausu og óheiðarlegu vinnubrögð sem a-listinn hefur lagt stund á síðustu daga." Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Grímur Atlason fráfarandi bæjarstjóri í Bolungarvík hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar A-listans sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar sakar Grímur Önnu Guðrúnu Edvardsdóttur oddvita A-listans um ósannindi sem hann segir ekki koma á óvart. Meirihlutasamstarf A-lista og K-lista sprakk fyrir helgi og nú er A-listinn búinn að mynda meirihlutasamstarf með D-lista. Grímur Atlason verður ekki áfram bæjarstjóri heldur oddviti D-listans. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Gríms. "Vegna yfirlýsingar a-listans í Bolungarvík um meintan alvarlegan trúnaðarbrest í bæjarstjórn Bolungarvíkur vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Yfirlýsing a-listans er ótrúleg samsuða af rangfærslum þar sem sannleikurinn er togaður og beygður að þörfum þeirra sem eiga vondan málstað að verja. Hér er um söguskoðun að ræða sem stenst ekki nánari skoðun. Pólitískt kjörnir fulltrúar munu án efa tjá sig frekar um þessa yfirlýsingu en ég sé mig knúinn til þess að leiðrétta hrein og klár ósannindi um efni og tilefni fundar sem oddviti a-listans átti með undirrituðum fyrir tæpum tveimur vikum. Í yfirlýsingu a-listans segir: Þegar fráfarandi bæjarstjóri gaf út yfirlýsingu varðandi staðsetningu Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Flateyri átti forseti bæjarstjórnar (oddviti A-listans) fund með bæjarstjóra og lýsti óánægju sinni með viðbrögð bæjarstjóra. Sú yfirlýsing bæjarstjóra endurspeglaði ekki skoðun meirihluta bæjarstjórnar í því máli enda hafði bæjarstjórn ekki ályktað um málið. Þegar svo oddviti K- lista og jafnframt formaður bæjarráðs ber blak af bæjarstjóra á opinberum vettvangi þrátt fyrir að oddviti A - listans hefði sett ofan í við hann, keyrir um þverbak. Hér verður alvarlegur trúnaðarbrestur milli aðila. Anna Guðrún Edvardsdóttir oddviti a-listans átti engan fund með undirrituðum þar sem yfirlýsing undirritaðs um staðsetningu Innheimtustofnunar sveitarfélaga bar á góma. Hún átti vissulega með mér fund en erindið var allt annað. Við ræddum ekkert um Flateyri eða Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að halda öðru fram eru ósannindi sem kemur svo sem ekki á óvart þegar litið er á þau þau makalausu og óheiðarlegu vinnubrögð sem a-listinn hefur lagt stund á síðustu daga."
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira