Viðskipti innlent

FME segir vanskil útlána þau minnstu síðan árið 2000

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum og í ljós kemur að hlutfall þeirra er hið minnsta síðan árið 2000.

Talnaefnið sem FME styðst við nær til vanskila sem staðið hafa lengur en einn mánuð. Um síðustu áramót var vanskilahlutfallið tæplega 0,4% og hafði minnkað úr 0,5% árið 2006.

Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í árslok 2007 eru lítillega lægri en þau voru í lok næastu ársfjórðunga á undan og hafa ekki verið lægri sem hlutfall af útlánum á síðustu 7 árum." segir Ragnar Hafliðason hjá Fjármálaeftirlitinu um málið á vefsíðu FME.

Vanskilahlutfall fyrirtækja var 0,3% við síðustu áramót en hjá einstaklingum var hlutfallið 0,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×