Innlent

Metanstrætóar gætu sparað tugmilljónir

Forsvarsmenn Strætó Bs skoða nú hvort hægt verði að fjölga strætisvögnum sem knúnir eru með metani í stað díselolíu. Með metanvögnum gætu tugir milljóna króna sparast í eldsneytiskostnað á ári.

Strætó BS hefur um 75 strætisvagna í notkun. Af þeim eru tveir metanbílar en restin eru díselbílar. Um þrjú hundruð milljónir króna vantar í rekstrarfé Strætó Bs og hækkun díselolíu hefur sett strik í reikninginn. Áætlað er að eldsneytiskosntaður Strætó hafi farið rúmlega hundrað milljónir króna fram úr áætlun á þessu ári. Forsvarsmenn Strætó hugleiða nýja orkukosti.

Metanvagnarnir tveir hafa verið í notkun síðastliðin þrjú ár og gefið góða raun.

Kostnaður við kaup á vögnum og áfyllingarkerfi yrði umtalsverður en Reynir Jónson hjá Strætó segir það raunhæft því ávinningurinn sé mikill. Það sé 25 % ódýrara að kaupa metangas á strætisvagna en díselolíu. Hefði Strætó BS fjörutíu metanvagna til afnota í stað díselvagna myndi eldsneytiskostnaður sparast um fimmtíu milljónir króna á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×