Innlent

Ökumaður fjórhjólsins 16 ára og próflaus

Lögreglan hafði í dag upp á ökumanni fjórhjólsins sem mældist á yfir hundrað kílómetra hraða á Strandgötu í Hafnarfirðinum. Ökumaðurinn reyndi að stinga lögreglu af og í hamaganginum féll farþegi sem var á hjólinu af baki og slasaðist, en þó ekki alvarlega. Ökumaðurinn er 16 ára gamall og ekki með leyfi til þess að aka slíku tæki. Farþeginn var einnig 16 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×