Innlent

Litlar breytingar á Skaftárhlaupi

MYND/Guðmundur Ingi

Litlar breytingar hafa orðið á hlaupinu í Skaftá frá því sem var í dag, að sögn Guðmundar Inga Ingasonar, lögreglumanns á Kirkjubæjarklaustri. Hann segir að áin bæti þó við sig hægt og bítandi en líklegast verði þetta ekki mjög stórt hlaup þar sem aðeins rann úr öðrum sigkatlinum undir jökli.

Guðmundur segir að björgunarsveitarmenn sem verið hafi á hálendinu við ánna í dag séu farnir þaðan enda hafi flestir ferðalangar á svæðinu ákveðið að gera slíkt hið sama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×