Innlent

Sumarbústaður í Haukadal í ljósum logum

Eldur kom upp í sumarbústað um klukkan sjö í morgun við Geysi í Haukadal. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn blossaði upp en þegar lögregla kom á staðinn var hann alelda. Slökkvilið berst enn við eldinn og er bústaðurinn sennilega gjörónýtur að sögn lögreglu. Óvíst er um eldsupptök að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×