Íslendingar fjölmenna á Wembley 4. desember 2008 08:44 Skandinavískir ökumenn eiga fulltrúa á Wembley um aðra helgi, en þá verður keppt á alskonar farartækjum í kappakstri á malbiki. Mynd: Getty Images Fjölmargir Íslendingar verða á keppni meistaranna á Wembley um aðra helgi, en þá keppir margir af bestu ökumönnum heims á malbikaðri samhliða akstursbraut. Meðal keppenda er Michael Schumacher og Lewis Hamilton verður með sérstakt sýningaratriði. Írland hefur bæst í hóp keppnisliða á mótinu, en Adam Caroll er frá Írlandi og leiðir meistarakeppnina í A-1. "Það verður virikilega gaman að keyra á Wembley á hinum ólíkustu ökutækjum. Mig hlakkar sérstaklega til að keyra fjóhjóladrifinn Ford Focus og Buggy bílanna. Þetta er hrein skemmtun og mikil samkeppni á milli þekktra ökumanna", sagði Caroll. Lewis Hamilton mun aka McLaren Formúlu 1 bíl á mótssvæðinu og keppir einnig á Mercedes Benz sportbíl við Chris Hoy á reiðhjóli, en hann er Olympíumeistari Breta í hjólreiðum. Báðir kapparnir eru tilnefndir sem íþróttamenn ársins á afhendingu í BBC um kvöldið. Fjöldi Formúlu 1 ökumanna keppir á Wembley og er fyrst keppni á milli landa og síðan er einstaklingskeppni. Ekið verður á fimm tegundum frarartækja á samhliða braut og með útsláttar fyrirkomulagi. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en auk þess er fjöldi Íslendinga á leið á mótið og Expressferðir hafa skipulag ferð á keppnina, en fjöldi Íslendinga var á keppninni í fyrra. Bæði sem voru búsettir erlendis og sóttu keppnina heim frá Íslandi. Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar verða á keppni meistaranna á Wembley um aðra helgi, en þá keppir margir af bestu ökumönnum heims á malbikaðri samhliða akstursbraut. Meðal keppenda er Michael Schumacher og Lewis Hamilton verður með sérstakt sýningaratriði. Írland hefur bæst í hóp keppnisliða á mótinu, en Adam Caroll er frá Írlandi og leiðir meistarakeppnina í A-1. "Það verður virikilega gaman að keyra á Wembley á hinum ólíkustu ökutækjum. Mig hlakkar sérstaklega til að keyra fjóhjóladrifinn Ford Focus og Buggy bílanna. Þetta er hrein skemmtun og mikil samkeppni á milli þekktra ökumanna", sagði Caroll. Lewis Hamilton mun aka McLaren Formúlu 1 bíl á mótssvæðinu og keppir einnig á Mercedes Benz sportbíl við Chris Hoy á reiðhjóli, en hann er Olympíumeistari Breta í hjólreiðum. Báðir kapparnir eru tilnefndir sem íþróttamenn ársins á afhendingu í BBC um kvöldið. Fjöldi Formúlu 1 ökumanna keppir á Wembley og er fyrst keppni á milli landa og síðan er einstaklingskeppni. Ekið verður á fimm tegundum frarartækja á samhliða braut og með útsláttar fyrirkomulagi. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en auk þess er fjöldi Íslendinga á leið á mótið og Expressferðir hafa skipulag ferð á keppnina, en fjöldi Íslendinga var á keppninni í fyrra. Bæði sem voru búsettir erlendis og sóttu keppnina heim frá Íslandi.
Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira