Erlent

Líkamleg refsing algeng í bandarískum skólum

Börn í Bandaríkjunum.
Börn í Bandaríkjunum. Mynd/Getty

 

Meira en 200 þúsund börnum var refsað með líkamlegri refsingu í skólum í Bandaríkjunum á seinasta ári. Í Suður-Bandaríkjunum eru fleiri svörtum börnum refsað en hvítum börnum samkvæmt rannsóknum tvennra hjálparsamtaka.

Einn fjórði atvikanna átti sér stað í Texas-fylki. 21 fylki í Bandaríkjunum leyfa líkamlegar refsingar. Í Texas og Mississippi eru börnum allt niður í þriggja ára aldur refsað fyrir brot á borð við að tyggja tyggigúmmí. Refsingarnar felast oft í að slá börnin á rassinn með spýtu.

Rannsóknin dregur í efa skilvirkni slíkra refsinga og telur þær geta dregið úr möguleikum minnihlutahópa til velgengni síðar á ævinni. Margir íhaldsmenn í Bandaríkjunum telja að hegðun myndi fara versnandi ef líkamlegar refsinar væru ekki leyfðar. Á meðan telja margir mannréttindahópar þar í landi refsingarnar villimannslegar og dæmi um aðferðir óupplýstrar fortíðar.

Rannsóknin sagði frá nokkrum tilvikum þar sem nemendur hefðu verið alvarlega meiddir. Dæmi voru jafnvel um að andlega eða líkamlega fatlaðir einstaklingar hefðu orðið fyrir líkamlegum refsingum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×