Innlent

Sektaður fyrir hnefahögg í Austurstræti

MYND/Ingólfur

Karlmaður á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur til að greiða 70 þúsund króna sekt fyrir að hafa ráðist á annan mann og kýlt hann í andlitið þannig að hann féll í götuna og hlaut stóran opinn skurð á vör og í munnholi. Árásin átti sér stað í Austurstræti í september 2006.

Maðurinn sem ákærður var mætti ekki fyrir dóm og fengust þær upplýsingar á heimili hans að hann væri fluttur af landi brott og ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Í samræmi við lagaheimildir var ákveðið að fella dóm í málinu að honum fjarstöddum.

Fórnarlambið lagði fram bótakröfu upp á nærri 600 þúsund krónur en þeirri kröfu var vísað frá dómi þar sem ekki hefði verið hægt að bera bótakröfuna undir árásarmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×