Innlent

Þriðjungur þjóðarinnar hefur skoðað tekjurnar á Vísi

Frétt Vísis um tekjur yfir 500 íslendinga sem birtist fyrir helgi er orðin vinsælasta frétt okkar frá upphafi. Fréttin hefur fengið um 100.000 heimsóknir sem gerir hana að mest skoðuðu frétt Vísis. Fréttin hefur einnig fengið um 2,3 milljónir flettinga.

Vísir birti tekjur yfir 500 einstaklinga frítt á vefnum í fyrsta skipti nú í ár en fréttin fór inn á vefinn um fimm leytið á föstudaginn. Nú tæpri viku síðar og einni verslunarmannahelgi eru þetta tölurnar.

Ólíkt tekjublöðum Frjálsrar verslunar og Mannlífs birti Vísir myndir af öllum þeim sem komu fyrir í fréttinni.

Fréttin sem er í formi myndaalbúma gerir þér kleift að fletta á milli einstaklinga en fréttin hefur fengið 2,3 milljónir flettinga sem fyrr segir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×