Viðskipti innlent

„Vaxtahækkunin í takt við okkar spá“

Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis segir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans nú sé í takt við spá greiningarinnar.

„Þeir eru að fylgja eftir fyrri hækkun og bregðast við ástandinu á markaðinum," segir Ingólfur í samtali við Vísi. Ingólfur segir að hækkunin komi ekki á óvart enda séu verðbólguhorfur slæmar til skamms tíma og væntingar um að verðbólgan muni aukast ennfrekar.

„Það er svo spurning um hliðaraðgerðir samhliða þessari hækkun. Hugsanlega verða þær kynntar á fundinum nú klukkan ellefu," segir Ingólfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×