Innlent

Lokahönd lögð á undirbúning fyrir Hinsegin daga

Undirbúningur fyrir gleðigöngu Hinsegin daga var í hámarki nú rétt fyrir hádegisfréttir þegar tugir sjálfboðaliða lögðu lokahönd á 30 metra orm með rúmlega tvö þúsund helíumblöðrum í öllum regnbogans litum.

Undirbúningur fyrir gleðigönguna sem hefst klukkan tvö í dag hefur staðið heillengi yfir og voru tugir sjálfboðaliða í Austurbæjarskóla í morgun að leggja lokahönd á blöðruorminn fræga sem hefur verið fastur liður í gleðigöngunni hér á landi. Forseti Hinssegin daga segir undirbúninginn hafa gengið vel.

Blöðrunum verður svo sleppt að loknum skemmtiatriðum.

Þá ætlar hópur á vegum Amnesty International og samtakanna 78 sem berst fyrir réttindum sam- og tvíkkynhneigðra erlendis að taka þátt í göngunni og dreifa hátt í fimm hundruð blöðrum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×