Innlent

Fundað á Alþingi í dag

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis.
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis.

Þingfundur hófst klukkan hálf tíu í morgun en hátt á annan tug mála bíða afgreiðslu Alþingis fyrir jól. Meðal þeirra eru fjárlög fyrir árið 2009, fjáraukalög fyrir 2008, lög um launalækkun alþingismanna og ráðherra og breytingar á hinum umdeildu eftirlaunalögum.

Þingfundi var slitið laust fyrir klukkan eitt í nótt en óljóst er hvenær Alþingi lýkur störfum í dag. Ekki er útilokað að Alþingi komi einnig saman á mánudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×