Sport

Grískur spretthlaupari féll á lyfjaprófi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anastasios Gousis.
Anastasios Gousis. Nordic Photos / Getty Images
Eftir því sem fram kom í sjónvarpsfréttum í Grikklandi í gær hefur gríski spretthlauparinn Anastasios Gousis fallið á lyfjaprófi.

Gousis átti að keppa í 200 metra hlaupi á leikunum. Hann mun hafa verið á steralyfjum og var sýnið tekið áður en hann fór í ferðalagið til Kína.

Formaður gríska frjálsíþróttasambandsins staðfesti að einn úr þeirra röðum hafi fallið á lyfjaprófi.

Mikill fjöldi grískra íþróttamanna hafa fallið á lyfjaprófum undanfarna þrjá mánuði. Gousis var sá fjórtándi í röðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×