Innlent

Hefnd Jóns Geralds

Andri Ólafsson skrifar
Jón Gerald Sullenberger
Jón Gerald Sullenberger

"Þetta er Baugsmálið á mannamáli," segir Jón Gerald Sullenberger um heimasíðu sem hann setti nýverið á laggirnar. Á henni má finna ýmis gögn og greinar sem varða Baugsmálið en Jón Gerald er einn af upphafsmönnum þess.

Jón Gerald segir að afar einhliða umræða hafi verið um Baugsmálið í fjölmiðlum og þessi heimasíða sé andsvar við því. Hann segist hafa lagt mikinn tíma og kostnað við vinna á síðunni en telur það ekki eftir sér.

"Þar sem Jón Ásgeir fékk það í gegn að ég yrði ákærður í þessu máli fékk ég að sjá öll gögnin. Nú eru þau kominn inn á síðunna. Svo það má segja að þetta sé mitt "payback". Ég segi: Leyfum gögnunum að tala. Leyfum fólkinu sjálfu að ákveða," segir Jón Gerald Sullenberger.

Heimasíðu hans má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×