Það verða Haukar og Fram sem leika til úrslita í karlaflokki í deildabikarnum í handbolta á morgun.
Haukar höfðu nauman sigur á Valsmönnum í æsispennandi undanúrslitaleik í kvöld 26-25 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 10 mörk fyrir Valsmenn í dag og Elvar Friðriksson 6 en Sigurbergur Sveinsson og Arnar Agnarsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Haukana.