Innlent

Laun Geirs lækka um 15% og þingmanna um 7,5%

Laun forsætisráðherra lækka um tæp 15% um áramótin samkvæmt úrskurði Kjararáðs frá því í morgun. Laun þingmanna lækka um tæplega 7,5%.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, beindi þeim tilmælum til kjararáðs að lækka laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar um 5 til 15%. Í svari sem formaður ráðsins sendi forsætisráðherra um síðustu mánaðamót kom fram að kjararáð taldi sig ekki hafa lagaheimild til að lækka launin. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, lagði þá fram lagafrumvarp til að veita kjararáði heimild til að lækka launin og var frumvarpið samþykkt 20. desember.

Kjararáð fundaði í morgun og þar var gengið frá því að mánaðarlaun forsætisráðherra lækki um áramótin um tæplega 15%. Aðrir ráðherrar þurfa einnig að þola kjaraskerðingu og nemur launalækkun þeirra nemur tæpum 14%. Laun þingmanna lækka um rúmlega 7,5%.

Ekki var tekin ákvörðun um launalækkanir annarra ráðamanna, en undir kjararáð falla fjölmargir hópar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×