Innlent

Útfæra neyðaráætlanir vegna uppsagna á Landspítalanum

Starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins og fulltrúar sjúkrahúsanna á Selfossi, Akranesi, í Reykjanesbæ og Hafnarfirði unnu langt fram eftir kvöldi í gærkvöldi.

Var verið að útfæra viðbragðs- eða neyðaráætlun til að bregðast við því ástandi sem skapast, þegar uppsagnir 96 skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga við Landspítalann taka gildi á miðnætti.

Áætlunin gengur út að að aðeins verði veitt bráðaþjónusta á Landspítalanum en reynt verði að sinna öðrum verkefnum á spítulum nágrannabyggðanna.

Af heilbrigðisyfirvöldum má skilja að áfram verði reynt að ná samkomulagi við hjúkrunarfræðingana. Þá ræðst það væntanlega fyrir hádegi hvort geislafræðingar á Landspítalanum standa við sínar uppsagnir eða ekki.

Þeir ræddu málið fram á kvöld og framhaldið ræðst á fundi með fulltrúum spítalans, sem haldinn verður á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×