Erlent

Tsvangirai fær ekki að fara úr landi

Morgan Tsvangirai.
Morgan Tsvangirai.

Yfirvöld í Simbabve komu í veg fyrir að Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins MDC kæmist úr landi í dag. Tsvangirai var á leiðinni á fund Þróunarsamvinnufélags Suður-Afríku (SADC).

Var vegabréf Tsvangirai gert upptækt sem gerði það að verkum að hann missti af flugvélinni. Fulltrúar MDC segja að Tsvangirai hafi ekki séð neinn tilgang í að þræta við yfirvöld og hafi snúið strax aftur inn í landið.

Tsvangiari var á leið til Suður-Afríku til að að mæta á héraðsfund Þróunarsamvinnufélags Suður-Afríku eftir að viðræður hans við Robert Mugabe um myndun ríkisstjórnar hófu að dragast á langinn í vikunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×