Innlent

Þungir bensínfætur í Ártúnsbrekku

Sautján ára ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst á 168 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni í nótt, sem er liðlega tvöfaldur hámarkshraði þar. Hann var í kappakstri við annan ungan mann, sem var á álíka hraða og veit lögregla hver hann er. Haft verður tal af honum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×