Innlent

Alvarlega slasaðir eftir bílslys

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu. Þar rákust saman rúta og skutbíll.

Þrír slösuðust, þar af tveir alvarlega. Verið er að flytja þá með sjúkrabílum til Reykjavíkur. Veginum hefur verið lokað og umferð beint inn á hjáleið um Hvammsveg. Ekkert er enn vitað um tildrög slyssins en bílarnir komu úr gangstæðum áttum þegar þeir skullu saman.



Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd á vettvang vegna þess hve alvarlegt slysið var.MYND/Egill

Þrjátíu og tveir voru í rútunni og var einn farþega fluttur á slysadeild. Hinir tveir sem slösuðust voru í bílnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×