Erlent

Rússi grunaður um njósnir fyrir Georgíumenn

Rússneskir hermenn í Suður-Ossetíu.
Rússneskir hermenn í Suður-Ossetíu. MYND/AP

Rússneska leyniþjónustan hefur handtekið yfirmann í hernum og sakar hann um að hafa njósnað fyrir Georgíumenn.

Frá þessu greindi talsmaður leyniþjónustunnar í morgun. Maðurinn var handtekinn í Stavropol-héraði nærri Landamærum Georgíu og samkvæmt rússnesku leyniþjónustunni safnaði hann upplýsingum um herinn og kom í hendur Georgíumanna. Þessar upplýsingar eiga Georgíumenn svo að hafa nýtt sér í átökunum við Rússa vegna héraðsins Suður-Ossetíu fyrir um tveimur vikum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×