Innlent

Fræðslufundir í Hveragerði og á Selfossi voru haldnir í dag

Frá fundinum í Hveragerði.
Frá fundinum í Hveragerði.

Áfallateyni Rauða krossins stóð fyrir fræðslufundum Í Hveragerði og á Selfossi fyrir þá sem lentu í skjálftanum í gær. Á fundina komu einnig fulltrúar bæjarfélagana til að ræða við íbúana.

Fundirnir voru opnir íbúum á Suðurlandi, og var fólk úr nágrenni Hveragerðis og Selfoss hvatt til að nýta sér þessa þjónustu.

Áfallateymið verður í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í Hveragerði og á Selfossi í dag og næstu daga, og munu sinna öllum þeim sem sækja eftir þeirra þjónustu eftir bestu getu. Rauði krossinn útvegar einnig túlka fyrir þá sem þurfa.

Rauði krossinn vill benda þeim á sem hafa yfirgefið skjálftasvæðið en vilja áfallahjálp að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 til upplýsinga og aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×