Erlent

Réttarhöld yfir Simon Mann hefjast á þriðjudag

Simons Mann gæti beðið dauðadómur í Miðbaugs-Gíneu.
Simons Mann gæti beðið dauðadómur í Miðbaugs-Gíneu.

Réttarhöld yfir breska málaliðaforingjanum Simon Mann vegna tilraunar til valdaráns í Miðbaugs-Gíneu hefjast í landinu á þriðjudag. Frá þessu greindi saksóknari í dag.

Mann, sem er aðalasættlum, fór fyrir hópi málaliða sem hugðust ræna völdum í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu árið 2004 með því að steypa einræðisherra landsins af stól.

Á leið sinni til landsins millilenti hópurinn í Simbabve og var Mann þá handtekinn ásamt 70 málaliðum. Mann verður ákærður fyrir glæpi gegn ríkinu, ríkisstjórninni og friði og sjálfstæði landsins eins og erlendir miðlar orða það. Verði hann sakfelldur bíður hans að líkindum dauðadómur.

Við þetta má bæta að Mark Thatcher, sonur Margretar Thacher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom að málinu. Hann var dæmdur til að greiða sekt og í skilorðsbundið fangelsi í Suður-Afríku fyrir aðild sína að valdaránstilrauninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×