Sund styrkir sjálfstraust 24. júlí 2008 06:00 „Sundið er mikilvægur hluti af íslenskri menningu,“ segir Amal Tamimi framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. Fréttablaðið/Vilhelm. Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp
Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp