Viðskipti innlent

Spá FL Group 45 milljarða króna tapi

Forstjóri og stjórnarformaður FL Group. Mynd/ Valli.
Forstjóri og stjórnarformaður FL Group. Mynd/ Valli.
FL Group tapar um 45 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008, samkvæmt spá Greiningadeildar Kaupþins. Þetta er töluverður viðsnúningur frá því í fyrra. Þá nam hagnaður FL um 15 milljörðum króna. Exista tapar 14 milljörðum króna og Atorka tapar milljarði.

Viðskiptabankarnir lenda flestir réttu megin við núllið samkvæmt spánni og er gert ráð fyrir að Landsbankinn hagnist mest. Hagnaður bankans verður 19 milljarðar króna, samkvæmt spánni, en Glitnir mun hagnast um þrjá. SPRON er eini bankinn sem tapar og mun tapið nema sjö milljörðum, gangi spáin eftir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×