Erlent

Lögreglumanni vikið frá störfum korteri fyrir eftirlaunin

Lögreglumanni í New Orleans var vikið frá störfum aðeins 15 mínútum áður en hann átti að fara á eftirlaun eftir 35 ára feril innan lögreglunnar.

Ástæðan var sú að hann mætti í skyrtu í röngum lit á síðustu vaktina sína. Í stað þess að klæðast svartri skyrtu eins og reglur segja til um kom hann í blárri skyrtu, hinni sömu og hann hóf starfsferil sinn í.

Hann segir að hann hafi mætti í bláu skyrtunni til að heiðra minningu þeirra félaga sinna sem létust við skyldustörf meðan að bláa skyrtan var enn hluti af einkennisbúningi lögreglunnar í New Orleans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×