Innlent

Vill fjölga 30 km svæðum í borginni

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag þá tillögu borgarstjóra að fela umhverfis- og samgönguráði að gera tillögur um fjölgun 30 kílómetra svæða í íbúðarhverfum. Jafnframt verði gerð áætlun um fjölgun mislægra göngutengsla yfir umferðaræðar.

Bent er á í greinargerð með tillögunni að í tengslum við átak borgarinnar sem nefndist 1,2 og Reykjavík sé ljóst að umferðaröryggi gangandi vegfarenda sé það sem heitast brennur á borgarbúum og þarfnist skjótra viðbragða af hálfu borgaryfirvalda.

Því vilji borgarstjóri að umhverfis- og samgönguráð leggi fram tillögur um fjölgun 30 km svæða í íbúðarhverfum og fjölgun mislægra göngutengsla yfir umferðaræðar. Tillögunum verði skilað til borgarráðs eigi síðar en 1. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×