Að minnsta kosti tíu lögreglumenn biðu bana í sjálfsmorðssprengingu í Islamaband í Pakistan í dag, að sögn yfirvalda þar í landi. Árásin var gerð á sama tíma og þess er minnst að ár er liðið síðan að áhlaup var gert á moskvu öfgamanna, þar sem 100 manns biðu bana. Lögreglan var að gæta að mótmælendum þegar sjálfsmorðssprengingin var gerð í dag.
