Skólinn í Malenga Stefán Jón Hafstein skrifar 6. september 2008 05:15 Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo sem títt er um Malava sem bera í sér erfðaþátt pygmea. Þar sem hann situr virðulega klæddur í jakka með bindi við borð í kompu sinni ná spjöld hátt upp eftir öllum veggjum svo hvergi sér í. Þetta eru mætingatöflur, einkunnagröf, nemendaskrár og línurit. Allar þessar upplýsingar kæmust snyrtilega fyrir á einu skjali í töflureikni í tölvu. En hér er engin tölva. Ekki heldur sími. Hann og aðstoðarskólastjórinn sýna okkur pappaspjöld með ýmsum orðum sem skráð hafa verið með sandi og lími. Til lesæfinga; hér eru afskaplega fáar bækur. Foreldrar komu saman og bjuggu til orðaspjöldin. Fyrir utan kytruna er hálfköruð bygging úr heimagerðum múrsteinum. Foreldrar ætla að byggja skólabókasafn. Það vantar reyndar þakjárn og sement. Haft var samband við þingmann um að redda hlutum. Já, og reyndar vantar líka bækur. Á móti stendur gamla skólaálman með þakið hrunið inn í kennslustofu, en „nýja" álman sem senn verður 20 ára stendur hurðalaus, vanbúin öllu. Í skólanum eru 900 nemendur og átta kennarar. Hlutfall nemenda og kennara er 120:1 en „æskilegt" hlutfall í þessu landi er 60:1 gangi þróunarverkefni eftir. Ef allir krakkar á svæði skólans mættu væri hlutfallið 200 nemendur á hvern kennara; hér tíðkast það bara ekki að krakkarnir mæti allir í skóla. Skráð börn eru mikið fjarverandi og stúlkur ljúka oft ekki grunnskóla því ótímabær þungun er algeng. Krakkarnir ganga 5-15 km daglega í skólann. Í þorpunum í kring búa sjálfsþurftarbændur sem varla hafa í sig og á og þegar mikið er að gera á búinu getur verið þörf smárra handa að hjálpa til. Í skjóli við gömlu álmuna er bambusveggur og þar innan eru stúlkur sem kokka sér mat. Metnaðurinn er mikill fyrir hönd þeirra sem eiga að gangast undir samræmdu prófin. Tveimur mánuðum áður en þau hefjast er krökkunum sagt að mæta með steinolíu og mat, koma sér fyrir í skólanum með brekán og bastmottur og lesa af kappi. Piltar eru við samskonar matseld við hlóðir, kennarar stía sundur kynjunum til að halda aga og festu við próflærdóminn. Hér og þar standa litlar ferðatöskur með því sem þau hafa tekið með sér. Ef þau ná samræmdu prófunum geta þau sótt um framhaldsskóla. Þeir eru flestir óbyggðir í héraðinu og kennt á berri jörðinni eins og reyndar er títt með skóla í Malaví. Innan við 6-7% í hverjum árgangi fara í framhaldsskóla. Ástæða heimsóknar okkar er sú að Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hjálpað til við byggingu á nær tveimur tugum skóla í héraðinu og nú er komið að þessum. Gera þarf upp kennarahúsin, því án þeirra fæst ekki hæft starfsfólk. Koma þarf upp umhverfisvænum kömrum. Þá vantar húsgögn í kennslustofur, þjálfa þarf kennara, útvega námsgögn og lykilatriði í öllu skólastarfi er svo að bjóða upp á skólamáltíðir. Læsi í Malaví er rúmlega 60%, minna hjá konum en körlum. Skólastefna stjórnvalda næsta áratug gerir ráð fyrir að 20% af ríkisútgjöldum fari til menntamála, með aðaláherslu á grunnskóla, en líka með framlögum til leikskóla og framhaldsskóla auk fullorðinsfræðslu og menntabrauta fyrir unglinga sem hafa dottið úr skóla. Áætlunin er útfærð allt niður í fjölda lesbóka og blýanta sem hvert barn á að fá. Byggja á 500 skóla og útvega 650 000 skólamáltíðir árlega. Vonast er til að þá útskrifist 80% af hverjum árgangi úr grunnskóla sem væri stórkostlegt framfaraskref. Þetta kostar sitt. Ef hagvöxtur verður 6,5% árlega eins og spáð er, og framlög verða áfram 20% af ríkisútgjöldum, vantar 150 milljónir Bandaríkjadala árlega til að ná endum saman. Það eru litlir 12 milljarðar króna á ári hverju. Erlend ríki hafa skuldbundið sem svarar til helmingi þess fjár í ár, en óvíst er með framtíðina. Það vantar því töluvert mikið til að hægt sé að fjármagna þessa áætlun, enda landið með þeim fátækustu í heimi. Það má heita metnaðarfullt að verja fimmtungi ríkisútgjalda til menntamála, en lýsandi er fyrir stöðuna að á áratug þurfi samt að minnsta kosti 60 milljarða íslenskra króna erlendis frá til viðbótar við álíka upphæð sem nú er veitt á ári í þróunaraðstoð til menntamála. Og þá er allt annað eftir. En á næstunni eru samræmd próf í Malaví og krakkarnir sem nú kokka bak við hús og sofa á bastmottum allar nætur milli lestranna ætla sér stóra hluti hvað sem öllu líður. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Sjá meira
Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo sem títt er um Malava sem bera í sér erfðaþátt pygmea. Þar sem hann situr virðulega klæddur í jakka með bindi við borð í kompu sinni ná spjöld hátt upp eftir öllum veggjum svo hvergi sér í. Þetta eru mætingatöflur, einkunnagröf, nemendaskrár og línurit. Allar þessar upplýsingar kæmust snyrtilega fyrir á einu skjali í töflureikni í tölvu. En hér er engin tölva. Ekki heldur sími. Hann og aðstoðarskólastjórinn sýna okkur pappaspjöld með ýmsum orðum sem skráð hafa verið með sandi og lími. Til lesæfinga; hér eru afskaplega fáar bækur. Foreldrar komu saman og bjuggu til orðaspjöldin. Fyrir utan kytruna er hálfköruð bygging úr heimagerðum múrsteinum. Foreldrar ætla að byggja skólabókasafn. Það vantar reyndar þakjárn og sement. Haft var samband við þingmann um að redda hlutum. Já, og reyndar vantar líka bækur. Á móti stendur gamla skólaálman með þakið hrunið inn í kennslustofu, en „nýja" álman sem senn verður 20 ára stendur hurðalaus, vanbúin öllu. Í skólanum eru 900 nemendur og átta kennarar. Hlutfall nemenda og kennara er 120:1 en „æskilegt" hlutfall í þessu landi er 60:1 gangi þróunarverkefni eftir. Ef allir krakkar á svæði skólans mættu væri hlutfallið 200 nemendur á hvern kennara; hér tíðkast það bara ekki að krakkarnir mæti allir í skóla. Skráð börn eru mikið fjarverandi og stúlkur ljúka oft ekki grunnskóla því ótímabær þungun er algeng. Krakkarnir ganga 5-15 km daglega í skólann. Í þorpunum í kring búa sjálfsþurftarbændur sem varla hafa í sig og á og þegar mikið er að gera á búinu getur verið þörf smárra handa að hjálpa til. Í skjóli við gömlu álmuna er bambusveggur og þar innan eru stúlkur sem kokka sér mat. Metnaðurinn er mikill fyrir hönd þeirra sem eiga að gangast undir samræmdu prófin. Tveimur mánuðum áður en þau hefjast er krökkunum sagt að mæta með steinolíu og mat, koma sér fyrir í skólanum með brekán og bastmottur og lesa af kappi. Piltar eru við samskonar matseld við hlóðir, kennarar stía sundur kynjunum til að halda aga og festu við próflærdóminn. Hér og þar standa litlar ferðatöskur með því sem þau hafa tekið með sér. Ef þau ná samræmdu prófunum geta þau sótt um framhaldsskóla. Þeir eru flestir óbyggðir í héraðinu og kennt á berri jörðinni eins og reyndar er títt með skóla í Malaví. Innan við 6-7% í hverjum árgangi fara í framhaldsskóla. Ástæða heimsóknar okkar er sú að Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hjálpað til við byggingu á nær tveimur tugum skóla í héraðinu og nú er komið að þessum. Gera þarf upp kennarahúsin, því án þeirra fæst ekki hæft starfsfólk. Koma þarf upp umhverfisvænum kömrum. Þá vantar húsgögn í kennslustofur, þjálfa þarf kennara, útvega námsgögn og lykilatriði í öllu skólastarfi er svo að bjóða upp á skólamáltíðir. Læsi í Malaví er rúmlega 60%, minna hjá konum en körlum. Skólastefna stjórnvalda næsta áratug gerir ráð fyrir að 20% af ríkisútgjöldum fari til menntamála, með aðaláherslu á grunnskóla, en líka með framlögum til leikskóla og framhaldsskóla auk fullorðinsfræðslu og menntabrauta fyrir unglinga sem hafa dottið úr skóla. Áætlunin er útfærð allt niður í fjölda lesbóka og blýanta sem hvert barn á að fá. Byggja á 500 skóla og útvega 650 000 skólamáltíðir árlega. Vonast er til að þá útskrifist 80% af hverjum árgangi úr grunnskóla sem væri stórkostlegt framfaraskref. Þetta kostar sitt. Ef hagvöxtur verður 6,5% árlega eins og spáð er, og framlög verða áfram 20% af ríkisútgjöldum, vantar 150 milljónir Bandaríkjadala árlega til að ná endum saman. Það eru litlir 12 milljarðar króna á ári hverju. Erlend ríki hafa skuldbundið sem svarar til helmingi þess fjár í ár, en óvíst er með framtíðina. Það vantar því töluvert mikið til að hægt sé að fjármagna þessa áætlun, enda landið með þeim fátækustu í heimi. Það má heita metnaðarfullt að verja fimmtungi ríkisútgjalda til menntamála, en lýsandi er fyrir stöðuna að á áratug þurfi samt að minnsta kosti 60 milljarða íslenskra króna erlendis frá til viðbótar við álíka upphæð sem nú er veitt á ári í þróunaraðstoð til menntamála. Og þá er allt annað eftir. En á næstunni eru samræmd próf í Malaví og krakkarnir sem nú kokka bak við hús og sofa á bastmottum allar nætur milli lestranna ætla sér stóra hluti hvað sem öllu líður. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun