Erlent

Neyðarástandi lýst eftir að Hanna náði landi í Bandaríkjunum

Hitabeltisstormurinn Hanna gekk á land í Bandaríkjunum í nótt, á landamærum Norður- og Suður-Karolínu.

Búist er við að veðurhamurinn færi sig norður eftir austurströnd Bandaríkjanna á næstu dögum. Búið var að lýsa yfir neyðarástandi í fylkjunum tveimur og gefa út fyrirmæli um rýmingu strandhéraða í Norður-Karolínu.

Fellibylurinn Ike er nú í Karíbahafi og færist í áttina að Flórídaskaga og olíusvæðum Bandaríkjamanna í Mexíkóflóa. Hann er talinn geta valdið enn meiri usla en Hanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×