Erlent

Lögregla kölluð til eftir neyðaróp páfagauks

Nágrannar við hús eitt í New Jersey kölluðu lögregluna til eftir að þeir heyrðu ítrekuð neyðaróp úr húsinu. Lögreglan sparkaði upp hurðinni að húsinu og leitaði um allt á þess að finna nokkurn innandyra. Þá kom í ljós að páfagaukurinn á heimilinu átti ópin.

Páfagaukurinn Luna hafði greinilega lært að kalla "hjálpið mér, hjálpið mér" af töluverðum styrk en fuglinn er nú orðinn 10 ára gamall og sat í búri í borðstofu hússins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Luna kallar óvart á lögreglu að húsi eigenda sinna. Þegar Luna var 3ja ára gamall lærði hann að gefa frá sér hljóð sem voru eins og grátur í ungabarni.

Hann var einn í húsinu á þeim tíma og hóf þess gráturhljóð sín af miklum móð. Þá kölluðu nágrannarnir lögregluna til því þeir héldu að fjölskyldan hefði skilið ungabarn eftir eitt heima í húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×