Erlent

Leiðtogar Evrópusambandsins fresta viðræðum við Rússa

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að fresta viðræðum um nýjan samstarfssaming við yfirvöld í Moskvu í kjölfar aðgerða Rússa í Georgíu.

Munu viðræðurnar ekki hefjast að nýju fyrr en Rússar hafa dregið herlið sitt frá Georgú. Þetta var helsta niðurstaða neyðarfundar sem leiðtogarnir sátu í gær þar sem ástandið í Georgíu var til umræðu.

Rússar segja á móti að þessi ákvörðun hafi dregið úr trúverðugleika Evrópusambandsins og að frekari stuðningur sambandsins við Georgíu væru söguleg mistök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×