Viðskipti innlent

Forstjóri B&L ráðinn til Glitnis

Kristinn Þór Geirsson
Kristinn Þór Geirsson
Kristinn Þór Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála og- rekstrarsviðs Glitnis og mun taka sæti í framkvæmdastjórn bankans. Hann lætur af störfum sem forstjóri B&L.

Kristinn Þór var kosinn í stjórn Glitnis á aðalfundi bankans í febrúar sl. en mun með ráðningunni ganga úr stjórn bankans. Í hans stað tekur Haukar Guðjónsson sæti í stjórn Glitnis.

Kristinn Þór hefur mikla reynslu á sviði rekstrar og fjármálastjórnunar. Hann tók nýlega við starfi forstjóra B&L, en áður hafði hann gegnt stöðu stjórnaformanns félagsins. Þá hefur Kristinn m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Sunds ehf. og sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa. Kristinn Þór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá Wharton Business School.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×